Ágætu félagsmenn
Aðalfundur BJÍ var haldinn að Mýrargötu 2-8 í gær, mánudaginn 6. desember 2010. Síðastliðið rekstrarár var gert upp og hefur mikil gróska einkennt BJJ starfið á Íslandi síðastliðið ár. Fyrsta barnamót BJÍ var haldið á árinu og hefur fráfarandi stjórn haldið tvö Íslandsmót sem hafa gengið mjög vel. Mikil nýliðun er í íþróttinni og er hún að ná útbreiðslu á landsvísu. Á aðalfundinum var nýr formaður og ný stjórn kjörin.
Fráfarandi stjórn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir óeigingjarnt framlag sitt til starfs BJÍ og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.
Nýja stjórn BJÍ skipa
- Haraldur Dean Nelson, formaður
- Árni Þór Jónsson, varaformaður
- Guðjón Svansson, gjaldkeri
- Björn Vilberg, ritari
- Daníel Örn Davíðsson, meðstjórnandi
Varamenn eru þeir Arnar Freyr Vigfússon, Óli Haukur Valtýsson og Pétur Marel Gestsson.
Hreiðar Már Hermannsson
fráfarandi formaður BJÍ