Nú er ljóst að Gunnar Nelson (Mjölni) verður eini íslenski keppandinn á erfiðasta glímumóti heims, ADCC 2011, sem fram fer í Nottingham á Englandi 24.-25. september í haust.
Nú er ljóst að Gunnar Nelson (Mjölni) verður eini íslenski keppandinn á erfiðasta glímumóti heims, ADCC 2011, sem fram fer í Nottingham á Englandi 24.-25. september í haust.
Eins og fram hefur komið þá tóku fimm Íslendingar þátt í undankeppni ADCC í Evrópu í Finnlandi í gær, laugardaginn 21. maí, þau Þráinn Kolbeinsson (-99), Sighvatur Magnús Helgason (-88), Axel Kristinsson (-66) og Auður Olga Skúladóttir (+60), öll úr Mjölni, og Arnar Freyr Vigfússon (-77) frá Combat Gym. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náði ekkert þeirra að vinna sér keppnisrétt í ADCC að þessu sinni.
Einsog algengt er í uppgjafarglímu var keppnin í Finnlandi með útsláttar fyrirkomulagi. Auður Olga, Axel og Arnar Freyr töpuðu öll fyrstu glímu sínum. Þráinn sigraði sína fyrstu en tapaði þeirri næstu og hinn 19 ára gamli Sighvatur gerði sér lítið fyrir og komst í 8 manna úrslit þar sem hann tapaði fyrir mjög sterkum andstæðingi sem síðar vann brons í flokkum.
Íslensku keppendurnir fengu vafalítið mikla reynslu af þátttöku í þessu sterka móti og nú er bara að fjölmenna til Englands í september og hvetja Gunnar Nelson til dáða en Gunnar keppir í -77kg flokki á mótinu en ADCC 2011 er talið sterkasta ADCC mótið til þessa. Mjölnismenn munu þegar vera byrjaðir að undirbúa hópferð til að styðja sinn mann þar sem hann etur kappi við sterkustu glímumenn heims.