Aðalfundur BJÍ 2011 verður haldinn þriðjudaginn 13. desember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Fundarboð hefur verið sent formönnum allra aðildarfélaga BJÍ. M.a. verða lagðar fram lagabreytingar á fundinum sem þegar hafa verið kynntar formönnum félaganna og stjórn BJÍ.
Dagskrá aðalfundar:
- Setning.
- Kosnir fastir starfsmenn fundar
- Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.
- Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
- Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar.
- Lagðar fram aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
- Álit og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær.
- Önnur mál.
- Kosning stjórnar, og endurskoðenda.
- Fundarslit.