Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Líkt og áður hefur aðaláhersla stjórnar BJÍ legið í því að halda Íslandsmeistaramót í BJJ. Mikil vinna hefur verið lögð í regluverk móta og er stuðst við reglur Alþjóðasambandsins (IBJJF). Staða BJÍ er góð og þó sjóðir sambandsins séu ekki djúpir hafa þeir þó hátt í fjórfaldast frá 2011.
Nýr formaður BJÍ
Haraldur Dean Nelson sem verið hefur formaður BJÍ frá aðalfundi 2010 bauð sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu vegna anna á öðrum vettvangi. Nýr formaður var kjörinn Pétur Marel Gestsson. Aðrir stjórnarmenn BJÍ voru kjörnir þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sigrún Helga Lund, Pétur Marinó Jónssonn og Björn Sigurðsson. Varamenn eru þeir Helgi Rafn Guðmundsson, Ingþór Örn Valdimarsson og Óli Haukur Valtýsson. Stjórnin er kjörin til eins árs í senn. Sama á við um formann.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram á fundinum.