Aðalfundur BJÍ 2024

Aðalfundur BJÍ fer fram þann 8.janúar 2024 í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð.

Við minnum á lagabreytingar sem áttu sér stað fyrr á árinu er varða fulltrúa og atkvæðisrétt aðildarfélaga. Öllum aðildarfélögum ber að senda frá sér fulltrúa á aðalfund sem þar hefur málfrelsi og tillögurétt en einungis þau aðildarfélög sem greitt hafa fullt árgjald hafa atkvæðisrétt, eitt atkvæði fyrir hvert félag.

Athugið að nýjar lagabreytingar skylda aðildarfélög að tilkynna BJÍ um fullt nafn síns fulltrúa eigi síðar en degi fyrir aðalfund. Þó að einungis einn fulltrúi hafi atkvæðisrétt og/eða málfrelsi og tillögurétt er öllum velkomið að mæta og hlusta á aðalfund.

Eftirfarandi aðildarfélög hafa atkvæðisrétt:

Atlantic

Mjölnir

Reykjavík MMA

Sleipnir

VBC

Eftirfarandi aðildarfélög hafa málfrelsi og tillögurétt:

Berserkir BJJ

BJJ North

Í takt við nýjar lagabreytingar mun BJÍ reyna eftir besta megni að hafa gagnsæi í hverjir bjóða sig fram og hvaða stöður eru lausar í von um að fulltrúar sem aðildarfélög senda frá sér hafi atvæði sitt tilbúið fyrir fund, ef aðstæður leyfa. Að vana fer kosning þó fram á fundinum.

Eftirfarandi aðilar úr núverandi stjórn bjóða sig fram:

Sigurpáll Albertsson, núverandi ritari (VBC) býður sig fram í stöðu formanns.

Arna Diljá St. Guðmundsdóttir, núverandi gjaldkeri (Reykjavík MMA) býður sig fram í stöðu gjaldkera.

Núverandi formaður Margrét Ýr (Mjölnir), varaformaður Bjarki Þór (Reykjavík MMA) og meðstjórnandi Margrét Inga (Mjölnir) víkja til annarra verkefna.

Við hvetjum aðildarfélög til að senda inn til BJÍ hvaða aðilar frá þeim bjóða sig fram ásamt því hvaða stöðu framboðið á við.

Til einföldunar eru stöðurnar eftirfarandi: Formaður, Varaformaður, Ritari, Gjaldkeri, Meðstjórnandi og varamenn (2-3).

Fyrir félög sem eru ekki staðsett á höfuðborgarsvæðinu verður einnig í boði að taka þátt á Zoom:

https://us04web.zoom.us/j/6312830592?pwd=AIFnavYzC7OoKRT76QvfTk5n6No7QH.1&omn=76886285898