Evrópumeistarsmótið í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) verður haldið í Lissabon dagana 21.-25. janúar næstkomandi. 3400 keppendur eru skráðir til leiks sem gerir þetta að stærsta BJJ móti sem haldið hefur verið til þessa. Keppt er eftir fimm beltaflokkum: hvítu, bláu, fjólubláu, brúnu og svörtu, en auk þess eru keppendur einnig flokkaðir eftir aldri og þyngd.
22 Íslendingar frá fimm félögum eru skráðir til leiks á mótið. Við munum birta fréttir af árangri þeirra samdægurs á Facebook og Instagram síðunum okkar. Íslendingarnir munu keppa á eftirfarandi dögum:
Miðvikudegi, 21. janúar:
- Guðrún Björk Jónsdóttir, VBC, hvítt belti, -79 kg
- Ólöf Embla Kristinsdóttir, VBC, hvítt belti, -64 kg
- Pétur Óskar Þorkelsson, VBC, hvítt belti, -70 kg
Fimmtudegi, 22. janúar:
- Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Mjölni, blátt belti, -58,5 kg
- Brynja Finnsdóttir, Fenri, blátt belti, -69 kg
- Aron Elvar Jónsson, Gracie Barra, blátt belti, -76 kg
- Kristján Helgi Hafliðason, Mjölni, blátt belti, -76 kg
- Jóhann Páll Jónsson, Mjölni, blátt belti, -82,3 kg
- Jóhann Ingi Bjarnason, Fenri, fjólublátt belti, -94,3 kg
- Daði Steinn Brynjarsson, VBC, fjólublátt belti, -82,3 kg
Föstudegi, 23. janúar:
- Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Mjölni, blátt belti, -58,5 kg
- Ása Guðmundsdóttir, Fenri, blátt belti, +79 kg
- Jón Kolbeinsson, Gracie Barra, blátt belti, -82,3 kg
- Sigrún Helga Lund, Mjölni, fjólublátt belti, -74 kg
- Pétur Jónasson, Mjölni, fjólublátt belti, -82,3 kg
- Vignir Már Sævarsson, Frontline Academy, fjólublátt belti, -82,3 kg
- Óli Haukur Valtýsson, Gracie Barra, fjólublátt belti, -94,3 kg
Þau keppa í flokki 30 ára og eldri.
Laugardegi, 24. janúar
- Árni Snær Fjalarsson, Mjölni, hvítt belti, -79,3 kg
- Sigurður Örn Alfonsson, Mjölni, blátt belti, -79,3 kg
Þeir keppa í flokki unglinga
Sunnudegi, 25. janúar
- Axel Kristinsson, Mjölni, brúnt belti, -64 kg
- Þráinn Kolbeinsson, Mjölni, brúnt belti, -94,3 kg
- Ingþór Örn Valdimarsson, Mjölni, brúnt belti, 94,3 kg