Stærsta Mjölnir Open frá upphafi fór fram í Mjölniskastalanum á laugardaginn en alls voru 87 keppendur skráðir til leiks frá 6 félögum. Þetta var níunda árið í röð sem keppnin er haldin og í fyrsta sinn voru gestir frá erlendum klúbbi þátttakendur en 15 Norðmenn mættu til leiks frá Þrándheimi. Keppt var í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum karla auk opinna þyngdaflokka beggja kynja. Margar stórglæsilegar glímur og frábær uppgjafartök sáust á mótinu enda gæði glímunnar á Íslandi orðin gífurleg. Mjölnir var óumdeilanlegur sigurvegari mótsins og sigraði 8 af 9 flokkum dagsins. Úrslitin úr öllum flokkum mótsins má lesa hér að neðan.
-60 kg flokkur kvenna
1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Andrea Stefánsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Heiðdís Ósk Leifsdóttir (VBC)
+60 kg flokkur kvenna
1. sæti: Sigrún Helga Lund (Mjölnir)
2. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Kristine Slisane (Mjölnir)
-66 kg flokkur karla
1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Ómarsson (Mjölnir)
3. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
-77 kg flokkur karla
1. sæti: Pétur Jónasson (Mjölnir)
2. sæti: Hjalti Andrés (Mjölnir)
3. sæti: Sigurgeir Heiðarsson (Mjölnir)
-88 kg flokkur karla
1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
2. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Björn Lúkas (Sleipnir)
-99 kg flokkur karla
1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. sæti: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)
3. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)
+99 kg flokkur karla
1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)
3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Sigrún Helga Lund (Mjölnir)
2. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. sæti: Egill Øydvin Hjördísarson (Mjölnir)
3. sæti: Thomas Fromo (MMA Trondheim)