Íslandsmeistaramót fullorðinna 2017 verður haldið laugardaginn 4. nóvember í Mjölnishöllinni, Flugvallavegi 2. Húsið opnar kl. 10 og verða þá keppendur vigtaðir. Mótið sjálft hefst kl. 11 og verður keppt á þrem völlum að þessu sinni en sérstakur flokkur hvítbeltinga verður á mótinu. Aðeins verða tveir opnir flokkar eins og vani hefur verið fyrir, opinn flokkur kvenna og opinn flokkur karla, óháðir beltalit og þyngd.
Skráning er hafin og fer fram á smoothcomp.com. Henni líkur 1. nóvember.