Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu fór fram í dag fjórða árið í röð en keppendur í ár voru rúmlega fimmtíu talsins frá 6 félögum. Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason í Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokkum karla og kvenna.
Vinsældir íþróttarinnar fara stöðugt vaxandi hér á landi og miðað við taktanna sem sáust í Íslandsmeistaramótinu í dag er ljóst að gnægð er góðra keppenda sem vafalítið eiga eftir að gera góða hluti bæði hér heima og erlendis á næstu árum. Hér að ofan má sjá þau Sighvat Magnús og Önnu Soffíu, sigurvegarana í opnum flokkum karla og kvenna, með andstæðinga sína í járngreipum. Ljósmyndirnar tók Jóhann V Gíslason.
Verðlaunahafa mótsins má sjá hér að neðan:
Karlar:
-64 kg
1. Axel Kristinsson – Mjölnir
2. Aron Elvar Zoega – Pedro Sauer
3. Bjarki Jóhannsson – Combat Gym
-76 kg
1. Pétur Daníel Ámundarson – Combat Gym
2. Aron Daði Bjarnason – Fenrir
3. Óskar Kristjánsson – Mjölnir
–82,3 kg
1. Arnar Freyr Vigfússon – Combat Gym
2. Daði Steinn Brynjarsson– Combat Gym
3. Helgi Rafn Guðmundsson – Sleipnir
-88,3 kg
1. Eiður Sigurðsson – Mjölnir
2. Sigurbjörn Bjarnason – Mjölnir
3. Svavar Már Svavarsson – Combat Gym
-94,3 kg
1. Sighvatur Magnús Helgason – Mjölnir
2. Davíð Sölvason – Pedro Sauer
3. Hjörtur Ólafsson – Pedro Sauer
-100,5 kg
1. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
2. Þorvaldur Blöndal – Ármann
3. Ingþór Örn Valdimarsson – Fenrir
+100,5 kg
1. Björn Sigurðarson – Ármann
2. Ívar Þór Ágústsson – Mjölnir
3. Pétur Hafliði Sveinsson – Mjölnir
Opinn flokkur karla:
1. Sighvatur Magnús Helgason – Mjölnir
2. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
3. Axel Kristinsson – Mjölnir
Konur:
-64 kg
1. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir
2. Helga Hansdóttir – Fenrir
3. Berglind Svansdóttir – Mjölnir
+64 kg
1. Anna Soffía Víkingsdóttir – Ármann
2. Anna Guðbjört Sveinsdóttir – Mjölnir
3. Aðalheiður Dögg Ármannsdóttir – Mjölnir
Opinn flokkur kenna:
1. Anna Soffía Víkingsdóttir – Ármann
2. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir
3. Helga Hansdóttir – Fenrir
Stig félaga:
1. sæti Mjölnir 74 stig
2. sæti Ármann 30 stig
3. sæti Combat gym 24 stig
4. sæti Fenrir 8 stig
5. sæti Pedro 7 stig
6. sæti Sleipnir 1 stig