Laugardaginn 24. nóvember 2007 fór fram Setningamót BJÍ. BJÍ stendur fyrir hið nýstofnaða Brazilian Jiu-Jitsu Samband Íslands. Á mótinu kepptu 38 keppendur frá 3 félögum í 8 flokkum. Flestir sterkustu BJJ menn landsins tóku þátt fyrir nema GunnarNelson sem er við æfingar erlendis. Mótsstaður var í húsakynnum Júdófélags Reykjavíkur, Ármúla. Mótið hófst kl. 11:00 og lauk kl. 17:00.
Opinn flokkur karla:
1. Arnar Freyr Vigfússon (Mjölnir)
2. Ingþór Valdimarsson (Fenrir)
3. Sighvatur Helgason (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna:
1. Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir)
2. Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)
3. Ingibjörg Arnþórsdóttir (Mjölnir)
+99 kg:
1. Gunnar Páll Helgason (Mjölnir)
2. Davíð Örn Guðnason (Mjölnir)
3. Bjarni Már Óskarsson (Mjölnir)
-99 kg:
1. Ingþór Valdimarsson (Fenrir)
2. Haraldur Óli Ólafsson (Fjölnir)
3. Ágúst Fannar Ásgeirsson (Mjölnir)
-88 kg:
1. Axel Ingi Jónsson (Mjölnir)
2. Valtýr Örn Árnason (Mjölnir)
3. Kristinn Sigfússon (Mjölnir)
-81 kg:
1. Arnar Freyr Vigfússon (Mjölnir)
2. Sighvatur Helgason (Mjölnir)
3. Birgir Björnsson (Fenrir)
-74 kg:
1. Jón Óskar Hólm (Mjölnir)
2. Daníel Pétur Axelsson (Mjölnir)
3. Sólon Árnason (Mjölnir)
-67 kg:
1. Halldór Már Jónsson (Mjölnir)
2. Arnar Bjarnason (Fjölnir)
3. Magnús Þór Benediktsson (Fjölnir)
Dómari á mótinu var Daníel Örn Sigurðsson, stigadómarar voru Halldór Halldórsson og Bylgja Guðmundsdóttir. Starfsmenn voru Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson og Árni Þór Jónsson. Hérna má finna myndir frá mótinu!