Íslandsmeistarmótið í BJJ 2008

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Brasílísku Jiu jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns. Vöxtur íþróttarinnar hefur verið hraður síðustu ár og er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins.

Alls tóku 42 þáttakendur þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ. Keppt var í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga. Aðeins voru tveir keppendur í kvennaflokki að þessu sinni en vonandi verða þeir fleiri að ári. Þess má þó geta að í keppnina vantaði m.a. tvær sterkar íslenskar BJJ konur (Auði Olgu Skúladóttur og Sólveigu Sigurðardóttur) sem ekki gátu keppt að þessu sinni. Keppendur voru þeim mun fleiri í karlaflokki og margir sterkustu BJJ menn landsins tóku þátt.

Dómarar voru Daníel Davíðsson og James Davis. Aðrir starsmenn voru Jón Viðar, Haraldur Dean, Pétur Marel, Bylgja, Imma og Elín. Formaður þakkar þeim vel unnin störf sem og myndatökumönnum.

Margar skemmtilegar glímur áttu sér stað og greinilegt að mikil framför hefur átt sér stað síðan á setningarmótið var haldið í fyrra. Framtíð íþróttarinnar er björt og margir hæfileikaríkir keppendur. Úrslitin má finna hér að neðan.

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson varð fyrsti Íslandsmeistarinn í BJJ

 Úrslit:

-67 karlar

1. Halldór Már Jónsson, Mjölni

2. Tómas Hrafn Jónsson, Mjölni

3. Davíð Jóhannesson, Mjölni

-74 karlar

1. Tómas Gabríel Benjamin, Mjölni

2. Bjartur Guðlaugsson, Mjölni

3. Stefán Geir Sigfússon, Mjölni

-81 karlar

1. Jóhann Helgason, Mjölni

2. Bjarni Baldursson, Mjölni

3. Jósep Valur Guðlaugsson, Mjölni

-88 karlar

1. Gunnar Nelson, Mjölni

2. Ingþór Örn Valdimarsson, Fenri

3. Bjarni Kristjánsson, Mjölni

-99 karlar

1. Haraldur Óli Ólafsson, Fjölni

2. Ívar Þór Ágústsson, Mjölni

3. Bjarki Már Jóhannsson, Mjölni

+99 karlar

1. Bjarni Már Óskarsson, Mjölni

2. Helgi Hafsteinsson, Mjölni

3. Eggert Djaffer, Fjölni

Opinn flokkur karla

1. Gunnar Nelson, Mjölni

2. Ingþór Valdimarsson, Fenri

3. Jóhann Helgason, Mjölni

Opinn flokkur kvenna

1. Kristín Sigmarsdóttir, Pedro Sauer

2. Bjarndís Helena Friðriksdóttir, Mjölni

Liðakeppni

1. Mjölnir A

2. Mjölnir B

3.-5. sæti Fenrir, Fjölnir A, Fjölnir B

Heildarstig

Mjölnir 51 stig

Fjölnir 4 stig

Fenrir 4 stig

Pedro Sauer 3 stig

(gefin eru 3 stig fyrir 1.sæti, 2 stig fyrir annað sæti og 1 stig fyrir þriðja sæti, þrefalt vægi í liðakeppni)