Gunnar Nelson og Sólveig Sigurðardóttir unnu tvöfalt

Mjölnismenn voru afar sigursælir á Mjölnir Open uppgjafarglímumótinu sem haldið var í dag í húsakynnum Mjölnis. Mótið er einskonar óopinbert Íslandsmeistaramót í uppgjafarglímu en þetta er sjöunda árið í röð sem mótið er haldið. Keppendur voru tæplega áttatíu talsins en sigurvegarar í opnum flokki karla og kvenna urðu þau Gunnar Nelson og Sólveig Sigurðardóttir sem bæði kepptu fyrir hönd Mjölnis, en alls tóku fjögur félög þátt á mótinu. Mjölnismenn unnu gullverðlaun í öllum flokkum nema þyngsta flokki karla sem féll í hlut Sleipnismanna.

Gullverðlaunahafar urðu þessir:

Konur:
-64 kg – Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)
+64 kg – Sigrún Helga Lund (Mjölnir)

Karlar:
-66 kg – Axel Kristinsson (Mjölnir)
-77 kg – Hamilton Ash (Mjölnir)
-88 kg – Gunnar Nelson (Mjölnir)
-99 kg – Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
+99 kg – Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

Opinn flokkur kvenna:
Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla:
Gunnar Nelson (Mjölnir)

Nánari úrlit má sjá á vefsetri Mjölnis.