Nú er fyrstu æfingabúðum BJÍ lokið. Tæplega fimmtíu þátttakendur frá fimm félögum, allt frá Akureyri til Selfoss og Suðurnesja, æfðu sundur og saman alla helgina. Mikil vinátta ríkti þvert á félög sem ásamt frábærri þjálfun skilaði sér í einstaklega fróðlegum og lærdómsríkum æfingabúðum.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka þátttakendum öllum fyrir komuna og þeirra stórkostlega hugarfar og viðmót. Mjölnir MMA fær kærar þakkir fyrir að veita okkur aðgang að Mjölniskastalanum endurgjaldslaust. Þráinn Kolbeinsson, Halldór Logi Valsson og Ingþór Örn Valdimarsson fá sömuleiðis miklar þakkir fyrir sín góðu innlegg. Fyrst og fremst á þó Daði Steinn, sem bar hitann og þungann af þjálfuninni, hjartanlegar þakkir skildar fyrir afburða góða kennslu og frábært skipulag.
Ég er ófeimin að fullyrða að fyrstu æfingabúðir BJÍ hafi slegið í gegn. Þetta munum við endurtaka sem oftast og ég er strax farin að hlakka til næsta skiptis. BJJ á Íslandi er greinilega á mikilli siglingu!
Sigrún Helga Lund.