Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. desember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Líkt og áður hefur aðaláhersla stjórnar BJÍ legið í því að halda Íslandsmeistaramót í BJJ. Þá var unnið talsvert í dómara- og reglumálum.
Óbreytt stjórn BJÍ
Á Aðalfundinum í gær var Haraldur Dean Nelson endurkjörinn formaður BJÍ. Aðrir stjórnarmenn BJÍ voru kjörnir þeir Björn Vilberg Jónsson, Björn Sigurðarson, Daníel Örn Davíðsson og Óli Haukur Valtýsson. Varamenn eru þeir Arnar Freyr Vigfússon, Guðmundur Stefán Gunnarsson og Pétur Marel Gestsson. Stjórnin er því óbreytt frá fyrra ári en hún er kjörin til eins árs í senn. Sama á við um formann.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram á fundinum.