Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í kvöld, mánudaginn 17. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Fjárhagsstaða félagssins er góð.
Eitt stærsta verkefni stjórnar BJÍ er að halda Íslandsmeistaramót í BJJ og var drjúgum hluta fundarins varið í umræður um næsta mót sem verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í húsakynnum Ármanns, Laugardal.
Nýr formaður BJÍ
Pétur Marel Gestsson bauð sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu vegna anna á öðrum vettvangi. Nýr formaður var kjörinn Sigrún Helga Lund, Mjölni. Aðrir stjórnarmenn BJÍ voru kjörnir: Elías Kjartan Bjarnason, VBC, Bjarki Pétursson, Herði/Fönix, Halldór Logi Valsson, Fenri, Pétur Jónasson, Mjölni, Daði Steinn Brynjarsson, VBC, Þráinn Kolbeinsson, Mjölni og Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sleipni. Stjórnin er kjörin til eins árs í senn.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram á fundinum.