Auður Olga Skúladóttir úr Mjölni gerði sér lítið fyrir og vann silfurverðlaun á Opna Skandinavíska mótinu í BJJ. Hún sagði eftirfarandi reynslu sína á mótinu:
Ég tók þátt í -64 kg blue belt flokknum (viktað í gi). Vorum 7 eða 8 stelpur í flokknum. Vann fyrstu glímuna mína á triangle og vann svo aðra glímuna mína á armbar á móti stelpu frá Hilti Stockholm sem var nokkuð góð. En það var glíman sem ég var ánægðust með. Svo tapaði ég úrslitaglímunni, hún náði armbar á mig. En sú stelpa var mjög góð og vann líka opna flokkinn. Ég keppti líka í opna flokknum en tapaði fyrstu glímunni á móti einni nautsterkri stelpu.
Hér í svíþjóð æfi ég sjálf hjá Hilti í Karlstad og einn þjálfarinn þaðan var á mótinu og coachaði mig og nuddaði mig á milli glíma og svona sem var mjög næs þar sem ég þekkti engann þarna.
Ég tók eftir því að standandi voru flestar þessar stelpur með mun meiri reynslu en ég og margar með judo trixin á hreinu. Ég held maður þurfi að byrja að æfa meira standandi..ekki bara tveimur vikum fyrir mót”