Íslandsmeistaramót 2009
Íslandsmótið í BJJ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember 2009 í júdósal Ármanns í Laugardal. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 4. nóvember. Mótsgjald er 1000kr og greiðast í reiðufé við komu á mótsstað. Ókeypis aðgangur að mótinu er fyrir áhorfendur.