Category: Fréttir
Fréttir á vef BJÍ.
Úrslit Setningamóts BJÍ
Laugardaginn 24. nóvember 2007 fór fram Setningamót BJÍ. BJÍ stendur fyrir hið nýstofnaða Brazilian Jiu-Jitsu Samband Íslands. Á mótinu kepptu 38 keppendur frá 3 félögum í 8 flokkum.
BJJ Samband Íslands stofnað 3. nóv. 2007
Þann 3. nóvember 2007 var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt framhald af þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru félögin Mjölnir og Fjölnir í Reykjavík sem og Fenrir á Akureyri.