Íslandsmeistarmótið í BJJ 2008
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Brasílísku Jiu jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns. Vöxtur íþróttarinnar hefur verið hraður síðustu ár og er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins.
Fréttir á vef BJÍ.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Brasílísku Jiu jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns. Vöxtur íþróttarinnar hefur verið hraður síðustu ár og er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins.
Laugardaginn 24. nóvember 2007 fór fram Setningamót BJÍ. BJÍ stendur fyrir hið nýstofnaða Brazilian Jiu-Jitsu Samband Íslands. Á mótinu kepptu 38 keppendur frá 3 félögum í 8 flokkum.
Þann 3. nóvember 2007 var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt framhald af þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru félögin Mjölnir og Fjölnir í Reykjavík sem og Fenrir á Akureyri.