Gull og silfur á fyrsta degi Evrópumeistaramóts

Íslendingar náðu stórglæsilegum árangri á fyrsta degi Evrópumeistarmótsins í BJJ. Ólöf Embla Kristinsdóttir hjá VBC varð Evrópumeistari í flokki hvítbeltinga undir 64 kg og Guðrún Björk Jónsdóttir hjá VBC vann til silfurverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg. Á morgun verður keppt í flokki blárra og fjólublárra belta.  

22 Íslendingar á leiðinni á Evrópumeistaramót í BJJ

Evrópumeistarsmótið í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) verður haldið í Lissabon dagana 21.-25. janúar næstkomandi. 3400 keppendur eru skráðir til leiks sem gerir þetta að stærsta BJJ móti sem haldið hefur verið til þessa. Keppt er eftir fimm beltaflokkum: hvítu, bláu, fjólubláu, brúnu og svörtu, en auk þess eru keppendur einnig …

Fyrstu æfingabúðir BJJ sambands Íslands

Nú er fyrstu æfingabúðum BJÍ lokið. Tæplega fimmtíu þátttakendur frá fimm félögum, allt frá Akureyri til Selfoss og Suðurnesja, æfðu sundur og saman alla helgina. Mikil vinátta ríkti þvert á félög sem ásamt frábærri þjálfun skilaði sér í einstaklega fróðlegum og lærdómsríkum æfingabúðum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka þátttakendum …

Úrslit Íslandsmeistaramótsins 2014

Íslandsmeistaramótinu 2014 er nú lokið. Mótið fór einstaklega fram og mátti sjá margar stórkostlegar glímur, en sérstaka ánægju vakti mikil fjölgun í kvennaflokkunum. Sighvatur Magnús Helgason og Brynja Finnsdóttir unnu bæði opinn flokk kvenna/karla og sína þyngdarflokka og eru því Íslandsmeistarar í BJJ 2014. Stjórn BJÍ vill koma innilegum þökkum á …

Á annað hundrað keppendur skráðir til leiks

Íslandsmótið í uppgjafarglímu (brasilísku jiu-jitsu) verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í húsnæði Ármenninga, Laugardal. Mótið hefst klukan 10:30 og mun standa fram eftir degi. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna. Að þeim loknum hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna þar sem öflugustu keppendurnir úr …

Aðalfundur BJÍ – Sigrún Helga nýr formaður

Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í kvöld, mánudaginn 17. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Fjárhagsstaða félagssins er góð. Eitt stærsta verkefni stjórnar BJÍ er að halda Íslandsmeistaramót í BJJ og var drjúgum hluta fundarins varið …

Úrslit á Mjölnir Open 9

mo9-open Margar stórglæsilegar glímur og frábær uppgjafartök sáust á laugardaginn þegar stærsta Mjölnir Open frá upphafi fór fram í Mjölniskastalanum en alls voru tæplega níutíu þátttakendur skráðir til leiks.

Úrslit á Íslandsmóti fullorðinna 2013

Verðlaunahafar í Opnum flokki karlaÍ dag sunnudaginn 17. nóvember fór fram fjölmennasta fullorðins BJJ mót frá upphafi en 94 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Gracie skólanum Garðabæ, Sleipni Keflavík og Ármanni Reykjavík. Margar skemmtilegar glímur sáust á mótinu og greinilegt að uppgangur íþróttarinnar er mikill.