Skráningu á ÍM fullorðinna lýkur á fimmtudag
Við minnum á að skráningarfrestur á Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ rennur út á hádegi á fimmtudag, 14. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu. Þátttökugjald er kr. 2.000 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi.