Úrslit á Íslandsmeistaramóti ungmenna
Íslandsmeistaramót ungmenna fór fram í dag á Iðuvöllum á Reykjanesi. Mótið var virkilega skemmtilegt og margar frábærar glímur áttu sér stað. Það er nokkuð ljóst að framtíðin í íþróttinni er afar björt.
Fréttir á vef BJÍ.
Íslandsmeistaramót ungmenna fór fram í dag á Iðuvöllum á Reykjanesi. Mótið var virkilega skemmtilegt og margar frábærar glímur áttu sér stað. Það er nokkuð ljóst að framtíðin í íþróttinni er afar björt.
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórn gaf skýrslu sína og lagði fram endurskoðaða reikninga Sambandsins og fjárhagsáætlun næsta árs. Líkt og áður hefur aðaláhersla stjórnar BJÍ legið í því að halda Íslandsmeistaramót í BJJ. Mikil vinna hefur verið lögð í …
Íslandsmeistaramót ungmenna í BJJ 2013 fer fram 10. nóvember að Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ. Húsið opnar kl. 10 og fyrstu glímur hefjast um 10:30.
Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ 2013 verður haldið sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum, þar sem það hefur verið undanfarin ár.
Aðalfundur BJÍ 2013 verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00. Fundarboð hefur verið sent formönnum allra aðildarfélaga BJÍ. Dagskrá aðalfundar: Setning. Kosnir fastir starfsmenn fundar Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar. …
Anna Soffía Víkingsdóttir úr Mjölni gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna á Grapplers Quest European Championship mótinu í BJJ sem haldið var í Amsterdam á laugardaginn.
Þau Sigrún Helga Lund og Pétur Jónasson, bæði úr Mjölni, urðu í dag Evrópumeistarar í uppgjafarglímu (NO-GI) í flokki keppenda með blátt belti á Opna evrópska meistaramótinu.
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. desember.