Sighvatur og Sigrún úr Mjölni Íslandsmeistarar
Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, fór fram Íslandsmeistaramót í Brasilísku Jiu Jitsu í húsnæði glímufélagsins Ármanns. Á mótinu kepptu yfir 60 keppendur frá fjórum félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Pedro Sauer Garðabæ og Sleipni Keflavík. Mjölnir var sigurvegari mótsins en félagið vann 8 flokka af 10 auk þess sem þau Sighvatur Magnús Helgason og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, unnu opna flokka karla og kvenna auk þess að vinna sína þyngarflokka.