Aðalfundur BJÍ 2012 – óbreytt stjórn
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. desember.
Fréttir á vef BJÍ.
Aðalfundur BJÍ fór fram í húsnæði Mjölnis að Seljavegi 2 í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. desember.
Síðastliðinn laugardag, 17. nóvember, fór fram Íslandsmeistaramót í Brasilísku Jiu Jitsu í húsnæði glímufélagsins Ármanns. Á mótinu kepptu yfir 60 keppendur frá fjórum félögum, Fenri Akureyri, Mjölni Reykjavík, Pedro Sauer Garðabæ og Sleipni Keflavík. Mjölnir var sigurvegari mótsins en félagið vann 8 flokka af 10 auk þess sem þau Sighvatur Magnús Helgason og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, unnu opna flokka karla og kvenna auk þess að vinna sína þyngarflokka.
BJÍ minnir félagsmenn sína á að skráningu á Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ lýkur á fimmtudaginn kl. 18. Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til mótsstjóra fyrir kl. 18 fimmtudaginn 15. nóvember. Eftir það er …
Íslandsmót ungmenna í BJJ var haldið í Reykjanesbæ í gær, sunnudaginn 11. nóvember. Mótið var haldið í nýrri aðstöðu taekwondodeildar Keflavíkur og judodeildar Njarðvíkur (Sleipnir) að Iðavöllum 12 í Keflavík. Mótið var það stærsta sinnar tegundar sem haldið hefur verið á Íslandi, en rétt um 100 keppendur tóku þátt. Þrjú …
Um hundrað keppendur eru skráðir til leiks á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sem fram fer að Iðavöllum 12 í Keflavík á morgun, sunnudaginn 11. nóvember. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári þegar rúmlega fimmtíu keppendur tóku þátt. BJÍ vonast eftir því að fjölmiðlar geri mótinu góð skil enda fara …
Breyting hefur orðið á staðsetningu Íslandsmeistaramót ungmenna sem haldið verður um næstu helgi í Reykjanesbæ. Mótið fer fram í nýju húsnæði Sleipnis/UMFN að Iðavöllum 12 í Keflavík, en ekki í Akurskóla eins og áður var auglýst.
Aðalfundur BJÍ 2012 verður haldinn þriðjudaginn 4. desember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Vegna illviðráðanlegra ástæðna verðum við að því miður að fresta Íslandsmeistaramóti fullorðinna í BJJ um tvær vikur. Mótið átti að fara fram laugardaginn 3. nóv. en verður haldið laugardaginn 17. nóvember í staðinn. Annað er óbreytt, mótið á sama stað (Skelli, sal Ármenninga í Laugardal) og húsið opnar kl. 12.
BJÍ stendur fyrir Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sunnudaginn 11. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ.
Laugardaginn 13. október næstkomandi verður haldið svokallað æfingamót í Mjölni – Hólmganga. Mótið verður Gi mót að þessu sinni og er haldið í tengslun við dómaranámskeið BJÍ sem haldið er í Mjölni á föstudagskvöldið.