Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni sigraði Sleipnir Open

Uppgjafarglímumótið Sleipnir Open var haldið laugardaginn 2. júní sl. í Akurskóla í Reykjanesbæ en það var Judodeild UMFN sem stóð að mótinu. Mótið var svokallað “submission only” þar sem eina leiðin til að sigra glímu var að knýja andstæðing sinn til uppgjafar. Á mótinu kepptu 20 keppendur frá UMFN/Sleipni, Mjölni …