Sigurför á Danish Open
Mjölnismenn sendu keppendur á opna danska meistaramótið (Danish Open) og Íslendingarnir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér 9 verðlaun á mótinu. 4 gull, 1 silfur og 4 brons.
Fréttir á vef BJÍ.
Mjölnismenn sendu keppendur á opna danska meistaramótið (Danish Open) og Íslendingarnir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér 9 verðlaun á mótinu. 4 gull, 1 silfur og 4 brons.
Kári Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum þyngdarflokki, undir 77 kg, í Swedish Grappling legue finals hjá SGL nú í desember. Mótið þykir mjög erfitt í glímuheiminum og er þessi sigur mikill heiður fyrir Kára.
Aðalfundur BJÍ var haldinn að Mýrargötu 2-8 í gær, mánudaginn 6. desember 2010. Síðastliðið rekstrarár var gert upp og hefur mikil gróska einkennt BJJ starfið á Íslandi síðastliðið ár. Fyrsta barnamót BJÍ var haldið á árinu og hefur fráfarandi stjórn haldið tvö Íslandsmót sem hafa gengið mjög vel. Mikil nýliðun er í íþróttinni og er hún að ná útbreiðslu á landsvísu. Á aðalfundinum var nýr formaður og ný stjórn kjörin.
Stjórn BJÍ mun halda sinn árlega aðalfund mánudaginn 6. desember 2010, kl 19:30 í húsakynnum Mjölnis við Mýrargötu 2, 101 Reykjavík.
Um 80 keppendur frá fimm félögum tóku þátt í Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitsu í dag. Mjölnir var hlutskarpastur og vann öll gull á mótinu nema tvö og voru lang stigahæstir félaga. Gunnar Nelson og Auður Olga úr Mjölni unnu tvöfalt, þ.e. unnu bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn.
Íslandsmótið í BJJ verður haldið laugardaginn 6. nóvember 2010 í júdósal Ármanns í laugardal, við gervigrasið. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. nóvember. Mótsgjald er 1000 kr. og greiðist til aðildarfélaga við skráningu.
BJJ Sambandið hélt sitt fyrsta ungmennamót síðastliðna helgi. Mótið tókst príðilega og komu keppendur að frá þremur aðildarfélögum.
Íslandsmeistararmót barna og unglinga í Brasilísku Jiu Jitsu árið 2010. Mótið verður haldið þann 17. apríl í húsnæði Mjölnis. Húsið opnar klukkan 12:00 og þátttakendur eiga að vera mættir klukkan 12:30 en þá hefst vigtun á mótsstað. Keppnin hefst svo klukkan 13:00.
Íslandsmótið í Brasilísku Jiu-Jitsu var haldið í dag. Á mótið mættu 64 keppendur frá fimm félögum. Félögin koma allsstaðar af landinu, Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Útbreiðslan í íþróttinni er með ólíkindum og keppnin í dag var hörð. Mjölnir hlaut 10 gull af 11 og var stigahæsta lið mótsins. Gunnar Nelson sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn en Auður Olga sigraði opinn flokk kvenna. Keppnin í kvennaflokki var með eindæmum hörð og gaman að sjá að stelpum er að fjölga í íþróttinni.
Íslandsmótið í BJJ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember 2009 í júdósal Ármanns í Laugardal. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 4. nóvember. Mótsgjald er 1000kr og greiðast í reiðufé við komu á mótsstað. Ókeypis aðgangur að mótinu er fyrir áhorfendur.