Jósep með gull


Jósep Valur Guðlaugsson, félagi í Mjölni, keppti um helgina á Evrópumóti IBJJF og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk. Jósep keppti í blábeltingaflokki, 30-35 ára, -82,3 kg. Keppendur í flokknum voru 32 talsins.

Uppreisn “Emils”

Kári GunnarssonKári Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum þyngdarflokki, undir 77 kg, í Swedish Grappling legue finals hjá SGL nú í desember. Mótið þykir mjög erfitt í glímuheiminum og er þessi sigur mikill heiður fyrir Kára.

Aðalfundur BJÍ 2010 – Nýr formaður og stjórn

Aðalfundur BJÍ var haldinn að Mýrargötu 2-8 í gær, mánudaginn 6. desember 2010. Síðastliðið rekstrarár var gert upp og hefur mikil gróska einkennt BJJ starfið á Íslandi síðastliðið ár. Fyrsta barnamót BJÍ var haldið á árinu og hefur fráfarandi stjórn haldið tvö Íslandsmót sem hafa gengið mjög vel. Mikil nýliðun er í íþróttinni og er hún að ná útbreiðslu á landsvísu. Á aðalfundinum var nýr formaður og ný stjórn kjörin.

Úrslit á Íslandsmóti BJÍ 2010

Um 80 keppendur frá fimm félögum tóku þátt í Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitsu í dag. Mjölnir var hlutskarpastur og vann öll gull á mótinu nema tvö og voru lang stigahæstir félaga. Gunnar Nelson og Auður Olga úr Mjölni unnu tvöfalt, þ.e. unnu bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn.

Íslandsmót 2010

Íslandsmótið í BJJ verður haldið laugardaginn 6. nóvember 2010 í júdósal Ármanns í laugardal, við gervigrasið. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. nóvember. Mótsgjald er 1000 kr. og greiðist til aðildarfélaga við skráningu.

Íslandsmót 2009 úrslit

Íslandsmótið í Brasilísku Jiu-Jitsu var haldið í dag. Á mótið mættu 64 keppendur frá fimm félögum. Félögin koma allsstaðar af landinu, Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Útbreiðslan í íþróttinni er með ólíkindum og keppnin í dag var hörð. Mjölnir hlaut 10 gull af 11 og var stigahæsta lið mótsins. Gunnar Nelson sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn en Auður Olga sigraði opinn flokk kvenna. Keppnin í kvennaflokki var með eindæmum hörð og gaman að sjá að stelpum er að fjölga í íþróttinni.