BJJ SAMBAND ÍSLANDS KYNNIR:
Fótlásanámskeið með Cezari Stefańczuk.
Cezary Stefańczuk er brúnbeltingur undir Braulio Estima og hefur sérhæft sig í fótlásum. Hann hefur náð góðum árangri í BJJ í Póllandi og er reglulega meðal efstu þriggja á stórum mótum þar í landi. Cezary hefur þjálfað víða, Póllandi, Úkraínu, Lettlandi, Litháen, Tékklandi, og Portúgal.
BJÍ hefur samið við Cezary um að koma til Íslands helgina 11. – 13. mars til að skóla okkur til í heimi fótlása. Í boði eru tvö námskeið, eitt fyrir hvítbeltinga og eitt fyrir lengra komna. Hægt er að skrá sig á bæði og er þá veittur 25% afsláttur.
Kennt verður í VBC MMA en námskeiðið er opið öllum úr öðrum félögum.
Nánari upplýsingar um Cezary Stefańczuk má finna hér:
https://www.youtube.com/watch?v=-Gr0Q8jEHdQ
https://www.facebook.com/roadjitsu/posts/1654731574793949