Gull og silfur á fyrsta degi Evrópumeistaramóts

Íslendingar náðu stórglæsilegum árangri á fyrsta degi Evrópumeistarmótsins í BJJ. Ólöf Embla Kristinsdóttir hjá VBC varð Evrópumeistari í flokki hvítbeltinga undir 64 kg og Guðrún Björk Jónsdóttir hjá VBC vann til silfurverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg.

Á morgun verður keppt í flokki blárra og fjólublárra belta.

Guðrún Björk vann til silfurverðlauna í flokki hvítbeltinga 79 kg og léttari
Ólöf Embla Evrópumeistari
Ólöf Embla er Evrópumeistari hvítbeltinga í flokki 64 kg og léttari

 

VBC Hópurinn. Frá vinstri til hægri: Guðrún Björk, þjálfarinn þeirra, Daði Steinn Brynjarsson, Ólöf Embla og Pétur Óskar Þorkelsson